The museums
- Minjasafn Austurlands
- Donegal County Museum
- Museum Nord
Share / Add

Írskar uppskriftir | Norskar uppskriftir | Íslenskar uppskriftir |
Írskur pottréttur | Fårikål | Íslensk kjötsúpa |
Blóðbúningur | Súpa úr nýju kjöti | Lambalæri á grillið |
Kindakjötsúpa |
Ofnsteik | Slátur |
Lambafrikassé |
Írskar uppskriftir
Hráefni:
1 kg lambakjöt
laukar
gulrætur
næpa
sellerí
nípa
bygg
sósukraftur (ef til er) eða kjötsoð
Aðferð:
Þvoðu þér um hendurnar, skerðu niður kjötið, settu það í pott með vatni og láttu það sjóða í 1 ½ klst. eða þangað til það er orðið mjúkt og gott. Útbúðu grænmetið og settu út í með kjötinu. Eldaðu í 1 klst. Láttu byggið út í pottinn með grænmetinu og lambakjötinu. Bættu við skeið af sósukrafti eða kjötsoði. Kryddaðu með salti og pipar.
„Írskur pottréttur var þægilegur matur og með stórum potti af kartöflum var þetta indæl máltíð. Þegar ég átti írskan pottrétt á eldavélinni var sama þó hundrað manns væru í mat hjá mér, ég átti samt nóg handa hundinum."
Frá: Bridie O'Donnell (Falcarragh, Co. Donegal)
Hráefni:
blóð úr lambi
haframjöl
laukur
hveiti
salt
pipar
Blandaðu öllum hráefnunum saman, settu í smurðan poka og láttu malla í vatni í 4 klst. Það er best að sjóða búðinginn í maga úr kú eða kind. Leggðu magann í bleyti í matarsóda í 1 klst. með brjóski og „bitum".
Þessi uppskrift vekur upp minningar um þegar við slátruðum skepnum til að dreifa meðal nágrannanna. Börn voru alltaf hvött til að hjálpa til við undirbúninginn.
„Ég man eitt sinn að maðurinn minn lógaði kind og sagði mér að verka magann og búa til pútog. Ég skildi magapokann eftir undir vatnsbunu - við höfðum ekki rennandi vatn inni þá! Ég vissi ekki að maður ætti að setja natrón í hann. Allavega, ég fór og kom aftur eftir klukkutíma til að ná í hann en Jesús minn, hafði ekki hundurinn náð í hann!"
Frá: Brigid Boyle og Brigid O' Hara (Arranmore Island, Co. Donegal)
Hráefni:
1 kg af kindakjöti
6 bollar af vatni
2 msk maísmjöl
1 stór laukur
1 meðalstór næpa
2 stórar gulrætur
1/2 lítill hvítkálshaus
Aðferð:
Settu kjötið í stóran pott og helltu köldu vatni yfir. Láttu suðuna koma upp og fleyttu fituna ofan af. Bættu við maísmjöli. Settu lokið á og láttu krauma við lágan hita í 90 mínútur. Skerðu kálið niður í strimla og annað grænmeti í teninga og settu út í súpuna. Láttu suðuna koma upp aftur og láttu malla í annan klukkutíma. Taktu kjötið upp úr og skerðu bein, fitu og brjósk frá. Brytjaðu kjötið niður og settu það aftur út í súpuna. Leyfðu henni að kólna og fjarlægðu fitu. Hitaðu upp og berðu fram.
Íslenskar uppskriftir
1,5 kg lambakjöt (við notum alla hluta dýrsins)
2 l vatn
1 laukur, brytjaður
250 g gulrætur, niðurskornar
50 g hrísgrjón eða hafragrjón (eða hvort tveggja)
1 msk súpujurtir
4-5 msk steinselja
salt og pipar
kartöflur, flysjaðar og niðurskornar
1 stór gulrófa, flysjuð og niðurskorin
Hreinsaðu kjötið og skerðu burt fitu ef þú vilt. Settu það í pott og helltu köldu vatni yfir. Hitaðu hægt þar til suðan kemur upp og fleyttu froðuna ofan af. Endurtaktu nokkrum sinnum. Bættu við lauk, gulrótum og hrísgrjónum/hafragrjónum ásamt jurtunum og steinseljunni. Kryddaðu með salti og pipar og láttu súpuna krauma í u.þ.b. 30 mínútur. Settu rófuna og kartöflurnar út í og láttu hana sjóða í 15 mínútur í viðbót eða þar til kjötið og grænmetið er orðið mjúkt. Smakkaðu súpuna og bættu við meira salti og pipar ef þarf. Ef þú vilt hafa súpuna tæra skaltu sleppa hrísgrjónunum og hafragrjónunum.
1 lambalæri
4 msk olía
5 greinar timían
5 greinar rósmarín
5 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
1/2 tsk Maldon-salt
1 tsk pipar
Blandaðu saman olíunni, jurtunum, hvítlauknum og kryddinu og maríneraðu lambalærið í að minnsta kosti 5 klst. (2 dagar í ísskáp er best). Pakkaðu lærinu inn í álpappír og settu á grillið, 30 mínútur á hvorri hlið (fer eftir stærð lærisins).
Borið fram með bökuðum kartöflum, fersku salati og sósu að eigin vali.
Lýsing
Ýmislegt þarf að hafa í huga við sláturgerð:
Gervivambir þarf að leggja í bleyti í kalt vatn áður en farið er að vinna með þær. Fylltar að ¾.
Keppir úr venjulegum vömbum eru fylltir að hálfu.
Þegar slátur er fryst skal varast að keppirnir liggi of þétt og of margir saman.
Gott að setja hvern kepp í lítinn frystipoka, t.d. með rennilás, og dreifa vel í frystinn. Þegar þeir eru frosnir má setja þá saman í kassa eða stærri frystipoka.
Slátur getur súrnað ef frystitíminn er of langur.
Nýtt slátur skal sjóða strax. Suðutími: 2-2 ½ klst. Hér er átt við frekar litla keppi.
Frosið slátur skal setja beint í kalt vatn. Suðutími á frosnu slátri er 3 klst.
Ósoðið slátur geymist í 8-10 mánuði í frosti.
Munið að gæta hreinlætis við sláturgerðina. Upplagt að nota einnota hanska við verkið.
Hráefni
2 l blóð
4 dl vatn
1 kg mör eða eftir smekk
200 g haframjöl
200 g heilhveiti
1,6 kg rúgmjöl eða sem þarf til að gera blönduna mátulega stífa
2 -3 msk gróft salt
Aðferð:
Blóði, vatni og salti er blandað saman í stóru íláti, hrært vel í og mjölinu blandað saman við. Hræran á að vera eins og vel þykkur vellingur.
Mörinn brytjaður í hæfilega bita og eitlar skornir burt. Eins kemur vel út að hakka hann. Best er að setja mörinn saman við um leið og sett er í keppina, annars vill hann verða dökkur, því hann drekkur auðveldlega í sig blóð.
Keppirnir eru settir í sjóðandi saltvatn og soðnir í 2-2 ½ klst. Stungið í þá þegar þeir byrja að bólgna til að hleypa út lofti, eins þarf að snúa þeim tvisvar eða þrisvar á meðan á suðutímanum stendur.
Hægt að frysta bæði ósoðið og soðið.
Frystir keppir eru settir í kalt vatn þegar þeir eru soðnir og óhætt að bæta u.þ.b. 30 mín. við suðutímann.
Í dag eru nánast eingöngu fáanlegar gervivambir (unnar úr hleypiefni) og fylgja 4 keppir með hverju slátri. Þá þarf ekki annað en að sauma fyrir. Mikill tímasparnaður er fólginn í því.
Hægt að kaupa aukakeppi í stórmörkuðum.
Gæta skal vel að því að fylla keppina ekki alveg, ágætt viðmið er 400 g í kepp í gervivambir, en til hálfs í venjulega vambakeppi.
Ath. Ekki er gott að minnka mikið hluta mörs í hrærunni, þá verður blóðmörinn harður og missir bragð.
Krydda má blóðmör með t.d. kanil, allrahanda eða múskati. Þá er hæfilegt að nota ½ tsk kanil, ½ tsk allrahanda og ¼ tsk múskat í kepp.
Rúsínur er líka mjög gott að setja í blóðmör á móti mör.
Fjallagrös voru einatt notuð út í blóðmör og eykur það tvímælalaust hollustu hans.
Fjallagrösin eru þá söxuð og sett út í um leið og mjölið.
Meðlæti með nýsoðnum blóðmör eru soðnar gulrófur, gjarnan í stöppu, og soðnar kartöflur.
Einnig má steikja soðinn blóðmör á pönnu og ekki er verra að strá sykri eða hrásykri yfir.
Gott að bera fram soðin epli eða eplamús eða stöppu úr sætum kartöflum með.
Norskar uppskriftir
Fårikål er þjóðarréttur Norðmanna. Erfitt er að skera úr um hvort það er hversdagsmatur eða veislumáltíð. Það er þarna mitt á milli. Hvað sem því líður, er rjúkandi heitur pottur beint á borðið, heimsins besta ástæða til að safna saman fjölskyldu og vinum.
Fyrir 4
Hráefni
1 ½ kg súpukjöt
1 ½ kg hvítkál
4 tsk heil piparkorn
2 tsk salt
3 dl vatn
Svona ferðu að:
1. Skerðu kálið í báta.
2. Leggðu kjöt og kál í lögum í pott (kjöt neðst með fituna niður). Stráðu salti og pipar á milli laganna. Piparkornin má láta í sérstakan piparkornahaldara.
3. Helltu vatni yfir. Láttu suðuna koma upp og láttu fårikål malla við hægan hita þar til kjötið er meyrt (þar til það losnar af beinunum), í u.þ.b. 2 klst.
4. Berið Fårikål fram rjúkandi heitt og ausið á heita diska.
Sumir vilja þykkja fårikål. Stráðu þá dálitlu hveiti (1-2 msk) á milli laganna.
Berið fram með soðnum kartöflum.
Hráefni (fyrir 4)
1,5 kg lambakjöt (með beini, í bitum)
hvítkál
gulrætur
gulrófa
blaðlaukur
laukur
smjör
sykur
edik
Svona ferðu að:
Láttu kjötið sjóða í u.þ.b. 2 klst í miklu vatni. Saltaðu.
Láttu niðurskornar gulrætur, gulrófur og blaðlauk út í pottinn u.þ.b. 20 mínútum áður en tveim tímunum lýkur.
Búðu til lauksósu úr léttsteiktum lauk og smjöri. Bættu við soði, örlitlum sykri og ediki.
Kjötið er borið fram með kartöflum, lauksósu, súpunni úr soðinu og grænmetinu.
Hráefni (fyrir 4)
1,5 kg lambakjöt (lítið af beinum)
salt og pipar
Svona ferðu að:
Hitaðu ofninn í um 200 gráður.
Leggðu kjötbitana í smurt eldfast mót.
Kryddaðu með salti og pipar.
Helltu einum bolla af vatni í mótið.
Steikist í u.þ.b. 1 klst. og 45 mín.
Berðu fram með soðnum kartöflum og grænbaunasósu.
Hráefni (fyrir 4)
1,5 kg lambakjöt (með beini)
gulrætur
Svona ferðu að:
Leggðu kjötið og 2 gulrætur í pott.
Helltu vatni yfir kjötið ásamt salti og pipar.
Láttu malla í u.þ.b. 2 tíma.
Sjóddu niðurskornar gulrætur.
Búðu til hvíta sósu (með smjöri og hveiti) úr kjötsoðinu og gulrótarsoðinu.
Settu kjötið ofan í sósuna.
Berist fram með kartöflum og soðnum gulrótum.