The museums
- Minjasafn Austurlands
- Donegal County Museum
- Museum Nord
Share / Add

Fólk hefur ávallt notfært sér það hráefni sem fæst á hverjum stað fyrir sig til hins ýtrasta. Bæði til matargerðar, að búa til klæðnað og ýmsa aðra nytjahluti. Sauðkindin er þar engin undantekning. Ullin og kjötið voru aðalhráefnið sem notast var við. Jafnframt þróaðist handverkstækni á hverjum stað fyrir sig sem sem varð oft stór og óaðskiljanlegur þáttur af menningunni. Í seinni tíð, þegar ekki er lengur hin brýna þörf á að nýta hráefnið eins og áður hefur þessi menningararfur verið notaður til að viðhalda handverkskunnáttu og tækni, en einnig við hönnun hvers konar og jafnvel í minjagripagerð.
Skilin á milli listar, handverks og hönnunar eru oft á tíðum óljós og erfitt að gera sér grein fyrir því hvar einn flokkurinn endar og næsti tekur við. Hér verður ekki gerð tilraun til að skilgreina það og við látum lesendum eftir flokkunina, ef á annað borð er þörf fyrir hana.