The museums
- Minjasafn Austurlands
- Donegal County Museum
- Museum Nord
Share / Add

Hólmfríður Ófeigsdóttir
Búastaðir
690 Vopnafjörður
Hólmfríður hefur getið sér gott orð sem afburða prjónakona sem hefur sankað að sér mikilvægri þekkingu á mismunandi mynstrum og prjónaaðferðum. Hún prjónar meðal annars tvílita vettlinga eins og sjá má hér til hliðar þar sem áttablaða rósin spilar stórt hlutverk.
Þá er hún að þróa aðferð við að skera niður hreindýraleður og nota það til að prjóna úr.
Héléne Magnússon
Lúxemborg
Héléne Magnússon er frönsk að uppruna en myndlistamenntuð á Íslandi. Hún sækir innblástur sinn í íslenskt handverk og ber þar hæst annars vegar rósaleppaprjón og hins vegar ull íslensku kindarinnar.
Ríta Freyja Bach
Grenigerði
311 Borgarnes
Ríta býr og starfar í Borgarfirðinum. Hún ásamt manni sínum Páli hefur mikið notað horn og bein sauðkindarinnar við hvers kyns hönnun, sérstaklega í skartgripagerð.
Hanna Design - Ullarvinnsla Frú Láru
Laugarvegi 20b - Öldugötu 14
101 Reykjavík - 710 Seyðisfjörður
Ullarvinnsla Frú Láru er staðsett á Seyðisfirði og sérhæfir sig í framleiðslu á þæfðri ull. Fyrirtækið hefur starfað náið með Hönnu sem hannar hágæðaflíkur úr framleiðslu þeirra.
Hekla Íslandi
Myndlistarkonan Hekla Björk Guðmundsdóttir stofnaði fyrirtækið árið 1996. Helstu vörur þess eru kort, servíettur og gjafapokar - gæðavörur sem hannaðar eru undir íslenskum og norrænum áhrifum. Servíettur fyrirtækisins þar sem notast er við hið þekkta mynstur íslensku lopapeysunnar hafa slegið í gegn á Íslandi.
Dynskógum 7
700 Egilsstaðir
Ingunn er grafískur hönnuður og myndlistarmaður sem hefur mikinn áhuga og ást á íslensku sauðkindinni. Hún hefur mikið notað bæði íslenskan lopa og ull í hönnun sína og list. Hér má sjá fallega minnisbók með prjónuðum hólk utan um.