The museums
- Minjasafn Austurlands
- Donegal County Museum
- Museum Nord
Share / Add

Menningarleg sjálfsímynd
Hlutverk sauðkinda í þjóðerniskennd á Írlandi og sérstaklega í Donegal er samofið sögu, menningu og landslagi okkar. Ullarföt áttu stóran þátt í að fólk í Donegal lifði af erfið tímabil á 19. öldinni sérstaklega í hungursneyðinni. Vöxtur ullariðnaðarins, og sérstaklega Donegal Tweed snemma á 20. öldinni, leiddi af sér brýnar efnahagslegar umbætur í sýslunni og átti þátt í að vekja athygli á svæðinu á alþjóðlegum vettvangi. Á hinn bóginn hefur hinn stórfelldi innflutningur nýrra sauðfjárstofna sem og hið pólitíska og þjóðfélagslega umrót, sem fjöldaútburðurinn í Donegal í sauðastríðunum hafði í för með sér á 19. öldinni, skilið eftir sig spor sem enn eru sjáanleg í landslaginu í dag.
Hvað sem því líður, eru hin mörgu sauðfjárkyn, sem alls staðar sjást á víð og dreif í landslaginu, hluti af menningarlegri sjálfsímynd okkar og koma oft fyrir í tungumáli okkar og tónlist, eins og sjá má hér að neðan.
Gömul orðatiltæki
Orðatiltæki: Hann/hún var svarti sauðurinn í fjölskyldunni.
Merking: Hann/hún tók allt aðra stefnu en aðrir fjölskyldumeðlimir.
Uppruni: Sauðir með svarta ull eru frekar óalgengir í Donegal og eru því álitnir öðruvísi.
Orðatiltæki: Þú verður alveg eins hengdur fyrir kind og lamb.
Merking: Ef þú ert ákveðinn í að gera eitthvað, gerðu það þá hverjar sem afleiðingarnar kunna að verða.
Uppruni: Allt þar til snemma á 20. öld var algengt að refsing heimamanna fyrir sauðaþjófnað væri hengingardauði.