The museums
- Minjasafn Austurlands
- Donegal County Museum
- Museum Nord
Share / Add

Eitt mikilvægasta markmið verkefnisins er að tengja saman menningararf og listræna sköpun. Söfnin þrjú hafa því boðið listamönnum að starfa með sér að mótun sýningarinnar á sínu svæði. Út úr þessu hafa komið ólík listaverk og spennandi reynsla. Nútímalegu listaverkin eru öll sprottin af hefðbundnu handverki í viðkomandi landi, en eru einnig undir áhrifum frá handverki annarra landa. Hvert safn teflir fram listamönnum sem vinna með ull á sínu svæði.