The museums
- Minjasafn Austurlands
- Donegal County Museum
- Museum Nord
Share / Add

Söngvar og tónlist á Írlandi
Innblástur fyrir að semja írska þjóðlagatónlist og söngva var fenginn frá landslaginu í kring, umhverfinu og fólkinu sem tónskáldið þekkti. Donegal er einstaklega sterkur fulltrúi írskrar þjóðlagatónlistar og mikið af tónlistinni og söngvunum eru tengdar sveitalífinu og þar með talið sauðkindum. Hér að neðan er dæmi um slíka tónlist.
Mölin gengur (til Granie): Fjörlegur, vinsæll ræll. Granie er afskekkt, óbyggð dalskora í suðvestur hluta Donegal fylkis, þar sem heimamenn frá þorpunum Ardara, Kilcar og Glencolumcille voru vanir að hafa sauðféð sitt á sumrin. Þegar þeir fóru að smala á haustin komust þeir upp í Granie dal með því að klifra upp malarstígana.
© http://www.thesession.org/
Smelltu hér til að hlusta á hljóðupptöku af laginu hér að ofan þar sem það er spilað af hefðbundnni þjóðlagahljómsveit.
Hér eru dæmi frá Noregi:
Kiðahrútur, lambið mitt
Kiðahrútur, lambið mitt,
þó þú gangir oft þunglega og erfiðlega,
upp eftir slétta fjallinu,
fylgdu fallegt bjöllu þinni.
Kiðahrútur, lambið mitt,
passaðu skinnið þitt vel.
Mamma vill fá það í feldinn,
sem hún saumar sér á kvöldin.
Kiðahrútur, lambið mitt,
láttu kjötið þitt stækka vel.
Veistu það ekki góði minn,
mamma vill fá þig í súpuna.
Þessar vísur eftir Bjørnstjerne Bjørnsson má finna í þekktri íslenskri þýðingu Þorsteins Gíslasonar á síðunni: http://www.andakill.is/asta/fjarhusvefur/skaldkind.htm.
Komdu að rýja sauðinn
Komdu að rýja sauðinn í dag,
rýja hann vel, já rýja hann vel.
Svo skulum við prjóna sokka á pabba.
Sveiflumst glöð í dansinn.
Snú, snú, snú, snú, snú, snú,
rokkurinn snýst, svo garn fáum við.
Snú, snú, snú, snú, snú, snú,
sveiflumst glöð í dansinn
Komdu að kemba ullina í dag,
kemba hana vel, kemba hana vel.
Svo skulum við prjóna vettlinga á mömmu.
Sveiflumst glöð í dansinn.
Snú, snú, snú o.s.frv.
Komdu að spinna garnið í dag,
spinna það vel, spinna það vel.
Svo skulum við prjóna sokka á bróður.
Sveiflumst glöð í dansinn.
Snú, snú, snú o.s.frv.
Komdu að lita garnið í dag,
lita það vel, lita það vel.
Svo skulum við prjóna peysu á Brittu.
Sveiflumst glöð í dansinn.
Snú, snú, snú o.s.frv.
Og hér eru nokkrir íslenskir söngvar og textar
Sigga litla systir mín Sigga litla systir mín situr úti' í götu. Er að mjólka ána sín í ofurlitla fötu. |
Siggi var úti með ærnar í haga Siggi var úti með ærnar í haga allar hann hafði þær suður í mó. Smeykur um holtin var hann að vaga vissi hann að lágfóta dældirnar smó.
Gagg, gagg, gagg segir tófan á grjóti. Gagg, gagg, gagg segir tófan á grjóti. Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti, aumingja Siggi hann þorir ekki h |