The museums
- Minjasafn Austurlands
- Donegal County Museum
- Museum Nord
Share / Add

Í öllum löndunum þremur hafa sauðkindur og ull verið mikilvægir hlekkir í uppbyggingu þjóðanna. Á Íslandi hefur mikilvægasti þátturinn legið í fjárbúskap og því að lifa af sauðkindum. Í Noregi hins vegar hefur ullarframleiðslan verið mikilvægari, þar sem þjóðbúningarnir hafa verið sérstaklega mikilvæg tákn um norskt þjóðerni. Á Írlandi hefur gróft ullarefni (tvíd) verið ein helsta táknmynd fyrir írskt þjóðerni. Þar hefur vefnaðurinn mikla efnahagslega og menningarlega þýðingu sem endurspeglast í því að Írar eiga stóran þátt í öllum stigum ullarframleiðslunnar. Öll löndin þrjú og svæði innan þeirra eiga peysur með mynstrum sem hafa sérstaka merkingu í þjóðernislegu og svæðisbundnu samhengi.