The museums
- Minjasafn Austurlands
- Donegal County Museum
- Museum Nord
Share / Add

Listsköpun á Íslandi hefur að sjálfsögðu mótast af því umhverfi og menningararfi sem við komum úr. Því hefur sauðkindin sem og ullin og aðrar afurðir hennar verið notaðar á margvíslegan máta. Hér eru kynntir nokkrir listamenn og listaverk sem unnið hafa með íslensku kindina á einn eða annan hátt.
Aðalheiður Eysteinsdóttir Freyjulundi 601 Akureyri
Myndverk Aðalheiðar eru aðallega timburskúlptúrar og lágmyndir unnin úr fundnu efni, uppákomur, gjörningar. og verk unnin með hefðbundnum aðferðum læðast með.
Ýmsar myndir mannlífs hafa verið viðfangsefni hennar alla tíð. Fyrst á tvívíðan flöt, en nú í seinni tíð þrívíðan.
Fyrir einu og hálfu ári hóf Aðalheiður verkefni sem nefnist " Réttardagur 50 sýninga röð " þar sem sauðkindin er útgangspunktur. Settar verða upp 50 ólíkar sýningar víða um heim, á tímabilinu júní 2008 til júní 2013.
Markmiðið er að sýna breiða mynd af samfélagi sem lætur ekki mikið yfir sér en er engu að síður undirstaða vænlegs lífs.
Dynskógum 7 700 Egilsstaðir
Anna Gunnarsdóttir Kotárgerði 16 600 Akureyri
Anna er búin að vinna með ull í yfir 15 ár. Hún lærði þæfingu í Danmörk hjá Lene Nilsen. Anna gerir þrívíð verk úr íslenskri ull og einnig fatnað úr ull og silki skreytt með fiski-skinni. Verk hennar hafa verið valin inn á sýningar víða um heim og hefur hún fengið verðlaun fyrir verk sín.
Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar 2008.
Sheep plug Kling & Bang gallery. 2004
Sheep Plug
Jason Rhoades, Paul McCarthy í samstarfi við Kling & Bang gallerí. Frá sýningu: Sheep Plug. Kling & Bang gallery. 2004. Photo copyright: Kling & Bang gallery & the artists.
Jason Rhoades og Paul McCarthy komu til Íslands 2004 til að taka þátt í sýningunni Fantasy Island*. Í samstarfi við Kling & Bang gallerí unnu þeir verkið Sheep Plug, en það samanstendur af m.a. 200 stykkjum af 15 kílóa tólgarsápu sem blönduð var úr tólg og óhreinsaðri ull beint af kindinni. Verkið var eitt af nokkrum samvinnuverkum Jason og Paul, en samvinnuna kölluðu þeir Proppposition. Árið 2005 fór verkið á sýninguna Dionysiac í Pompidou safninu í París.
* Fantasy Island var sett upp á Austurlandi og að sýningunni stóðu Skógrækt ríkisins á Hallormsstað, Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri og Hannes Lárusson myndlistarmaður sem jafnframt var sýningarstjóri. Auk þess voru Eiðar ehf samstarfsaðili og Hekla Dögg Jónsdóttir umsjónarmaður framkvæmdar sýningarinnar.