The museums
- Minjasafn Austurlands
- Donegal County Museum
- Museum Nord
Share / Add

Listiðnaðarkonurnar fjórar, Kari Elfstedt, Ingunn Milly Hansen, Britt Henne Halvorsen og Ingrid Larssen, vinna allar með ull. Hin ólíku listform þeirra spanna vítt svið og hér að neðan lýsa þær sjálfar hvaða ástæður liggja að baki vali þeirra á efnivið og listformi.
Kari Elfstedt
Í mínu verkefni nota ég ull sem efnivið og prófa mismunandi aðferðir í anda japönsku litunartækninnar „Shibori". Ég vinn með reglulegar endurtekningar í línum og mynstrum sem skapast við að þræða, brjóta og lita. Ég vinn með ullarefni og geri tilraunir með litunaraðferðirnar til að skapa ný form. Áskorunin er að finna rétta jafnvægið á milli þess fyrirsjáanlega og þess ófyrirsjáanlega.
Ingunn Milly Hansen
Í mörg ár var vefurinn minn tjáningarmáti. Í vefnaði vinnur maður oft með rendur og ferninga og ýmis mynsturform. Þessi bakgrunnur nýtist mér í þessum verkum þar sem ég hef notað filtefni úr ull og notaðar ullarpeysur sem eru þæfðar, klipptar í strimla og saumaðar saman. Mynstrið í teppunum er hannað eftir að hafa fengið innblástur frá gamalli vefnaðartækni. Efnið verður skemmtilega upphleypt, en það er nokkuð sem maður nær ekki fram í vefnaði með þessari aðferð.
Britt Hennie Halvorsen
Verk mín með klæðisefni sem listform hefur verið að skapa rými og hreyfingu í efnisfletinum. Þetta er byggt á hugmyndinni um að fara inn í eitthvað hverfult og þetta hverfula skiptir um ham og verður að einhverju öðru. Þar sem hin líkamlega hreyfing stansar halda hugsanirnar áfram út í hið óþekkta. Í seinni verkum hef ég líka séð svolítið annað, kyrrðina. Í þessu ullarlandslagi liggur kyrrðin og mýktin. Það er tekið á móti manni og maður er aðeins í sjálfum sér örlitla stund í óendanlegu landslagi eilífðarinnar. Þetta er innblástur minn og kjarninn í listsköpun minni.
Ingrid Larssen
Ég vil skapa heildstæða skartgripi sem einnig geta virkað sem hlutir, skartgripi sem hafa enga röngu og sem í einhverjum tilfellum má nota beggja megin. Þetta þarf að vera vel gert. Skartgripirnir eru handsaumaðir; fleiri metrar af ull ísaumaðir vöfflusaumi. Þeir eiga að segja sögu - segja svolítið um gildi tímans, að flýta sér hægt. Form, litabreytingar, línur og hreyfing, hið fallega og hið grimma - hugblær fólks og landslags. Ull er efni sem ég þekki vel. Ég hef alltaf notað ull, allt frá því að ég lærði að prjóna og sauma út sem lítil stelpa og einnig nú þegar ég hef listiðnað að atvinnu. Að nota ull í hálskragana mína gerir skartgripinn að tákni um hlýju og vernd.